

Padel á Tene
Padel veilsa í paradís við bestu aðstæður. hvort sem þú vilt bæta þig eða ert byrjandi, þá er þessi ferð fyrir alla.
Brottför eftir:

🎾 Tenerife kallar á alla padeláhugamenn! 🌴☀️
Padel í sólinni á Tenerife 🌴🎾 01. – 08. mars 2026
Ert þú tilbúin/nn að lyfta padelleiknum þínum á hærra stig – eða byrja padel ferilinn á sterkum grunni? Komdu með okkur til Tenerife, 01.– 08. mars 2026. Ein vika sem sameinar padel, sól, padel, góðan félagskap og Padel. Við æfum og spilum 2x 90 mín á dag(6 daga), æfing á morgnana og spil seinnipartinn. Við gistum á hinu glæsilega 5 stjörnu hóteli Meliá Jardines del Teide og hinu megin við götuna er ein flottasta padel aðstaðan á Tenerife, Mantra Padel völlurinn, þar sem við æfum og spilum. Á hverjum morgni (6 daga) leiða reyndir þjálfarar hópinn í markvissar æfingar sem hjálpa þér að bæta tækni, læra grunnatriði og spila með meira sjálfstrausti. Eftir hádegi er svo spilað.



Padeláhugafólk á öllum stigum er velkomið – hvort sem þú vilt fínpússa grunnatriðin eða þróa leikstíl þinn til fullkomnunar. Hér færðu tækifæri til að:
• Æfa og bæta tækni og taktík í leiknum
• Kynnast öðru padelfólki og mynda skemmtilega vináttu.
• Njóta sólar, strandarinnar, væna og dæna
Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara! Takmarkaður fjöldi plássa – tryggðu þitt sæti í dag og komdu til Tenerife til að njóta padel, sólar og skemmtilegra minninga sem endast langt inn í eilífðina( kannski pínu dramatískt)
Markmið ferðarinnar er skýrt: Að njóta þessa að spila padel við bestu aðstæður, bæta sig og kynnast öðru padeláhugafólki. Hvort sem þú vilt læra grunninn eða fínpússa tækni, þá færðu leiðsögn frá reyndum þjálfurum á frábærum völlum. Á meðan njótum við sólarinnar, góðs veðurs og góðrar stemningar, kynnist öðru padeláhugafólki og bara hafa gaman, því annars er svo leiðinlegt.
Meliá Jardines del Teide - Adult only
Dvalið verður á hinu glæsilega Jardines del Teide sem er fínt 5 stjörnu - adult only hótel. Hótelið hentar padel hópnum vel því Mantra padel völlurinn er bara í næstu götu (200m) frá hótelinu. Hótelið er vel staðsett, á góðum stað efst á hinu fína Del Duque svæði með fallegu útsýni yfir bæin og ströndina. Stutt er í alla þjónustu og eru margir mjög góðir veitingastsaðir og barir í næsta nágrenni.
Á hótelinu eru notalegar og rúmgóðar svítur. Í svítunum er svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófa í stofu. Svíturnar eru llar með svalir eða verönd, þær eru loftkældar með sjónvarpi, síma, smábar, hárþurrku og öryggishólfi (gegn gjaldi).
Frítt þráðlaust net er á hótelinu.
Garðurinn er suðrænn og gróskumikill, með góðri sólbaðsaðstöðu. Heilsulind hótelsins tekur vel á móti þér með margskonar líkamsmeðferðum. Á hótelinu er vel búin líkamsrækt





Spilað verður á glæsilegum völlum Mantra Padel þar sem öll aðstaða er hin glæsilegasta. Mantra padel er í göngufæri frá hótelinu (200m).








DAGSKRÁ (birt með fyrirvara)
DAGUR 1, Sunnudagur, 01. mars 2026 (bjórdagurinn)
Brottför frá Keflavík klukkan 10:00 Flogið með Icelandair
Áætluð lending á Tenerife klukkan 15:25. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum.
Akstur frá flugvelli að hóteli.
17:00 – Innritun á hótel. Auðunn og Svali fararstjórar verða með hópnum í innritun og fara yfir dagskrá næstu daga.



DAGUR 2, mánudagur 02. mars 2026
07:30 – 09:30 Morgunverður
09:30 Fararstjóri hittir hópinn í móttöku hótelsins og gengur með hópnum yfir í Mantra Padel.
10:00 – 11:30 Fyrsta æfing með þjálfara
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel spil, mæting í Mantra 16:45
18:30 Dagskrá dagsins lokið
DAGUR 3, þriðjudagur, 03. mars 2026.
07:30 – 09:30 Morgunverður
10:00 – 11:30 Æfing - mæting í Mantra Padel 09:45
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel spil, mæting í Mantra 16:45
18:30 Dagskrá dagsins lokið


DAGUR 4, miðvikudagur, 04. mars 2026.
07:30 – 09:30 Morgunverður
10:00 – 11:30 Æfing - mæting í Mantra Padel 09:45
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel spil, mæting í Mantra 16:45
18:30 Dagskrá dagsins lokið
DAGUR 5, fimmtudagur 5. mars 2026.
07:30 – 09:30 Morgunverður
10:00 – 11:30 Æfing - mæting í Mantra Padel 09:45
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel spil, mæting í Mantra 16:45
18:30 Dagskrá dagsins lokið


DAGUR 6, föstudagur 6. mars 2026.
07:30 – 09:30 Morgunverður
10:00 – 11:30 Æfing - mæting í Mantra Padel 09:45
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel spil, mæting í Mantra 16:45
18:30 Dagskrá dagsins lokið
DAGUR 7, laugardagur, 7. mars 2026
07:30 – 09:30 Morgunverður
10:00 – 11:30 Undirbúningur fyrir mótið - mæting í Mantra Padel 09:45
11:30 – 16:45 Frjáls tími
17:00 – 18:30 Padel mót, mæting í Mantra 16:45
18:30 – 19:00 Verðlauna afhending
19:30 Dagskrá dagsins lokið


DAGUR 8, sunnudagur 8. mars 2026.
Heimferðardagur
07:30 – 10:30 Morgunverður
12:00 allir þurfa að skila herbergjum, hægt að láta geyma töskur fyrir sig.
13:15 Fararstjóri hittir hóp í móttökusal.
13:30 Rúta kemur að sækja hópinn
16:25 Brottför frá Tenerife með flug Icelandair
21:55 Lenging í KEF
Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara.
Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting.
Staðfestingargjald er 500€ á manninn.
Lágmarksþátttaka er 12 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.