Njóttu dagsins í einum besta dýragarði í heimi.
Garðurinn var opnaður árið 1972 og þá eingöngu sem páfagaukagarður en í dag er að finna þar stærsta og fjölbreyttasta páfagaukasafn í heimi með yfir 350 tegundir og sumum hefur verið bjargað frá útrýmingarhættu. Garðurinn hefur nokkrum sinnum verið valinn sá besti í heimi af notendum Tripadvisor. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun og kallaður sendiráð dýra þar sem velferð dýranna er í fyrirrúmi og hafa þeir fjármagnað fjölmargar rannsóknir og aðgerðir t.d. til að varðveita tegundir í útrýmingarhættu og vistkerfi ýmissa dýrategunda. Hafa þeir m.a. varið yfir 25 milljónum dollara í aðgerðir til að vernda fuglalíf og þeirra mismunandi dvalarstaði.
Það eru ekki bara börnin sem njóta þess að skoða garðinn heldur einnig hinir fullorðnu enda gífurlega fallegur garður.
Puerto de la Cruz bærinn er einstaklega fallegur og skemmtilegur, elsti ferðamannastaður Kanarí eyjanna, með fjöldamörgum byggingum frá allt niður í 17du öld. Við komum þangað um kl. 10:30 og þá ætlum við að bjóða fyrst upp á smá rölt um bæinn (um 20mín.) og þeir sem vilja geta tekið gulu lestina yfir í garðinn (skemmtileg upplifun) en einnig er hægt að fara beint með rútunni frá sama stað ef það er kosið (fararstjóri verður með hópnum). Engar áhyggjur af því að hafa of lítinn tíma í garðinum því við ætlum ekki að fara þaðan fyrr en kl. 17 þar sem flestar skipulagðar ferðir fara þaðan kl. 16 svo eftir það er mun minna af fólki þennan síðasta klukkutímann.
top of page
No Reviews YetShare your thoughts.
Be the first to leave a review.
bottom of page