Njóttu dagsins í einum besta dýragarði í heimi.
Garðurinn var opnaður árið 1972 og þá eingöngu sem páfagaukagarður en í dag er að finna þar stærsta og fjölbreyttasta páfagaukasafn í heimi með yfir 350 tegundir og sumum þeirra hefur verið bjargað frá útrýmingarhættu. Garðurinn hefur nokkrum sinnum verið valinn sá besti í heimi af notendum Tripadvisor. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun og kallaður sendiráð dýra þar sem velferð dýranna er í fyrirrúmi og hafa þeir fjármagnað fjölmargar rannsóknir og aðgerðir t.d. til að varðveita tegundir í útrýmingarhættu og vistkerfi ýmissa dýrategunda. Hafa þeir m.a. varið yfir 25 milljónum dollara í aðgerðir til að vernda fuglalíf og þeirra mismunandi dvalarstaði.
Það eru ekki bara börnin sem njóta þess að skoða garðinn heldur einnig hinir fullorðnu enda gífurlega fallegur garður.
🐒 1. Standard (Aðgangsmiði)
Hvað er innifalið:
✅ Aðgangur að Loro Parque allan daginn (aðgangur að öllum svæðum garðsins, sýningum og dýrum).
✅ Aðgangur að öllum sýningum
✅ Inngangur í sýningar og viðburði innan dagsins.
❌ Matur, drykkir og sérsniðin þjónusta eru ekki innifalin nema þú kaupir annað aukalega.
