Ferðin þín byrjar á því að þið eru sótt og ekið er af stað uppí fjall svo eftir stutta en hnitmiðaða öryggisfræðslu, fáið þið viðeigandi fatnað sem þið gætuð þurft fyrir ferðina.
Við byrjum ferðina okkar með því að fara í gegnum ýmis söguleg þorp, keyrum um heillandi götur og fallegar leiðir, burt frá þjóðvegum, áður en við komum á fyrsta stoppið okkar.
Eftir stutt hlé höldum við áfram ferð okkar í gegnum hinn töfrandi þjóðgarð og tilkomumikla furuskóga, að hinu stórkostlega Teide eldfjalli, og stoppum við nokkra fallega útsýnisstaði á leiðinni.
Eftir að hafa fengið tækifæri til að njóta fegurðar þessa náttúruundurs, höldum við síðan áfram ferð okkar þar sem við förum í gegnum ótrúlegar hraunbreiður og inn á Montana Blanca, áður en við stoppum nálægt Teide stjörnustöðinni, einni best staðsettu í heiminum, sjáum staðinn þar sem margar frægar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið teknar upp, auk þess að sjá hvar Mars Rover var prófaður.
Við byrjum síðan að halda heim og gefum þér enn eitt tækifæri til að njóta stórkostlegs útsýnis yfir eldfjallið, þjóðgarðinn, töfrandi furuskóginn og víðáttumikið útsýni yfir suðurhluta Tenerife.
Eftir að við komum aftur á upphafsstað verður ykkur skultað aftur á hótelið ykkar með frábærar minningar um ótrúlegan dag.
Athugið að bóka þarf með fyrirvara um framboð (5 daga). Til að athuga bókunarstöðu með stuttum fyrirvara er hægt að senda okkur fyrirspurn á emali eða í skilaboðum (takkinn neðst í hægra horninu).
Lengd:
3,5 tíma ferð með leiðsögn um Teide þjóðgarðinn
Hvað þarf að hafa í huga?
Ökumenn þurfa að vera orðnir 21 árs og hafa með sér ökuskirteini.
Lágmarksaldur farþega er 6 ára eða hafa náð 120 cm hæð.
Við ráðleggjum öllum viðskiptavinum eindregið að taka með sér vatn, þægilega lokaða skó, hlý föt, sólgleraugu og sólarvörn. Allir ökumenn verða að framvísa fullgildu ökuskírteini (afrit EKKI leyfð vegna tryggingar)
Hvað er innifalið?
"Pick-up" (Frá Playa Paraiso til Los cristianos)
3,5 tíma ferð með leiðsögn
Hanskar, yfirhafnir og hlífðargleraugu
Hvað á maður að hafa með sér?
Ökuskírteini (afrit, rafrænt og myndir ekki samþykktar)
Hlý föt
Peninga fyrir veitingum
Lokaðir skór
Eftir bókun munuð þið fá sendan Voucher (aðgöngumiða) og frekari upplýsingar um "pick-up" tíma og stað. Athugið að afgreiðsla fer fram á skrifstofutíma. Ef bókað er eftir klukkan 16:00 verður miðinn ekki sendur fyrr en eftir klukkan 10:00 daginn eftir.
El Teide á Buggy
Fyrirvari
Því miður eru kerfin hérna á Tenerife ekki alltaf eins fullkominn og við eigum að venjast heima og tvíbókanir geta komið upp. En athugið að ef upp kemur sú staða að bókuð þjónusta er tvíbókuð, fellur niður eða fer ekki fram af öðrum ástæðum endurgreiðum við öllum 100%, bjóðum aðra dagsetingar eða sambærilega þjónustu.
Afbókunarskilmálar
Afbókunar frestur er 7 dagar fyrir bókaðan dagsetningu með 100% endurgreiðslu.
Fyrirspurn
Til að athuga bókunarstöðu með stuttum fyrirvara er hægt að senda okkur fyrirspurn á emali eða í skilaboðum (takkinn neðst í hægra horninu).